sunnudagur, 7. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Björgólfur lætur af störfum forstjóra

12. febrúar 2021 kl. 13:54

Björgólfur Jóhannsson. Mynd/HAG

Mun áfram gegna ráðgjafastörfum fyrir Samherja og veita hlítingarnefnd félagsins forstöðu.

Björgólfur Jóhannsson lætur nú af störfum forstjóra Samherja hf., en því starfi hefur hann gegnt einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja.

Í kjölfar Samherjamálsins í nóvember 2019 steig Þorsteinn Már tímabundið til hliðar sem forstjóri. Stjórn Samherja kvaddi hann á ný til starfa í mars 2020. 

Björgólfur hefur verið kjörinn formaður hlítingarnefndar Samherja, en sú nefnd hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðu Samherja. Mun hann stjórna skráningu og formlegri innleiðingu slíkra reglna ásamt öðrum ráðgjafastörfum fyrir Samherja eftir því sem tilefni verður til, segir í tilkynningunni.