laugardagur, 24. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekkert lát á góðri síldveiði fyrir austan

5. október 2020 kl. 12:01

Beitir NK - skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Mynd/Hákon Ernuson

Verið að landa glimrandi góðu hráefni í vinnslu Síldarvinnslunnar.

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 1.300 tonn af síld. Löndun úr honum hófst strax og löndun úr Berki NK lauk en Börkur var með 860 tonn. Hákon EA landaði einnig frystri síld í Neskaupstað um helgina og grænlenska skipið Polar Amaroq hélt með frysta síld til Reykjavíkur þar sem henni verður landað.

Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar sem ræddi við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti.

 „Við fengum þetta utarlega í Norðfjarðardýpinu, alveg út við kantbrún. Þarna var síldin stærri og betri en síldin sem fengist hefur nær landi. Þessi síld er að meðaltali um 400 grömm og alveg glimrandi hráefni. Það var mikið að sjá af síld þarna á meðan við vorum að veiðum. Hún heldur sig niðri við botn yfir daginn en á næturnar kemur hún upp. Það er yfirleitt mikil ferð á henni,“ segir Tómas.