þriðjudagur, 1. desember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Farinn til veiða á íslenskri sumargotssíld

13. nóvember 2020 kl. 11:10

Börkur NK hélt til veiða á íslenskri sumargotssíld í gær. Mynd/Smári Geirsson

Aðeins verður um einn túr að ræða en síðan farið að huga að veiðum á kolmunna.

Börkur NK hélt til veiða á íslenskri sumargotssíld í gærdag. Heimasíða Síldarvinnslunnar segir frá þar sem stuttlega er rætt við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra. 

„Við gerum einungis ráð fyrir einum túr vestur fyrir land. Mér skilst að veiðin á þessari síld hafi verið í Faxadýpi og Jökuldýpinu að undanförnu. Gert er ráð fyrir að Beitir fari einnig í einn túr. Íslensk sumargotssíld hefur undanfarin ár haldið sig á þessu svæði og vonandi munum við koma með góðan afla til vinnslu í Neskaupstað eftir helgina. Það er alveg kominn tími til að þessi síldarstofn fari að rétta úr kútnum en undanfarin ár hefur þessi síld einkum verið veidd þarna fyrir vestan land. Að loknum þessum síldartúr geri ég ráð fyrir að farið verði að hyggja að kolmunnaveiðum,“ segir Hjörvar.