þriðjudagur, 17. maí 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grænt ljós á flottrollið fyrir norðan

30. nóvember 2021 kl. 16:45

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Austurfrétt segir frá því að Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur heimilað loðnuveiðar með flottrolli úti fyrir Norðurlandi.

Þetta fékk Austurfrétt staðfest í svari ráðuneytisins við fyrirspurn miðilsins.

Eins og greint hefur verið frá hafa uppsjávarskip fundið loðnu fyrir norðan land en hún verið óveiðanleg í nót. Torfurnar hafa staðið of djúpt til nótaveiða.

Í frétt Austurfréttar segir jafnframt að Svandís undirritaði reglugerðarbreytinguna í dag og er þetta eitt af hennar fyrstu verkum í stóli sjávarútvegsráðherra.

Heimildin gildir til áramóta. Skipstjórum ber að tilkynna um væntanlegar veiðar til Fiskistofu einum virkum degi áður en þær hefjast og vera tilbúnir að taka eftirlitsfólk um borð.