þriðjudagur, 1. desember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvatt til aðgæslu við ströndina

4. nóvember 2020 kl. 19:25

Ölduspárkort fengið úr brunni Veðurstofunnar og gildir það klukkan 18.00 á morgun.

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að stormspár eru í gildi á 16 af 17 spásvæðum Veðurstofunnar á hafinu umhverfis landið.

Gert er ráð fyrir mjög hvassri suðvestanátt á morgun og fram á föstudag. Á sama tíma gera ölduspár ráð fyrir mikilli ölduhæð sunnan- og vestanlands. 

Stórstreymt var síðastliðinn mánudag og er sjávarstaða enn nokkuð há, en gera má ráð fyrir að þessi mikla ölduhæð geti hækkað sjávarstöðu enn frekar vegna áhlaðanda. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina, bæði í höfnum en ekki síður þar sem sjór getur gengið á land.