þriðjudagur, 17. maí 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krakkar uppfræddir um síldarárin

28. nóvember 2021 kl. 13:00

Mynd/Edda Björk Jónsdóttir

Barnamenningardögum í Fjallabyggð er nýlokið. Yfir sextíu krakkar heimsóttu Síldarminjasafnið á Siglufirði.

Barnamenningardögum í Fjallabyggð er nýlokið. Í tilefni þeirra var leikskólabörnum í sveitarfélaginu boðið að heimsækja Síldarminjasafnið. Í þetta sinn hittu þau fyrir síldarstúlkur í Róaldsbrakka. Lesinn var kafli um síldarsöltun úr Sögu úr Síldarfirði, rætt um störf síldarstúlkna og börnunum sýnd helstu áhöld sem þær notuðust við. Svo fengu þau auðvitað að skoða vistarverur stúlknanna á lofti hússins. Síldarstúlkan á myndinni sem sá um að lesa fyrir krakkana heitir Sigurbjörg Bjarnadóttir.

„Við erum því handviss um að nú séu sextíu litlir sérfræðingar um síldarsöltun og síldarstúlkur hér í Fjallabyggð,“ segja aðstandendur safnsins um vel heppnaðan dag.