sunnudagur, 24. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríll farinn að veiðast í Smugunni

Gudjon Gudmundsson
5. ágúst 2021 kl. 16:10

Jón Kjartansson landar á morgun 1.280 tonnum

Loks virðist farið að veiðast í Síldarsmugunni. Fyrir stuttu birti áhöfnin á Jóni Kjartanssyni SU eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sinni:

Eftir mikla leit og dræma veiði rættist vel úr í gærkvöldi og nótt. Lentum í mjög góðri veiði og fengum við hjónin Jón og Gunna og sonurinn Alli samanlagt 970 tonn. Veiðarnar hafa farið þannig fram þetta árið að afla skipana er dælt í eitt skip og því komið af stað til hafnar með aflann og hefur þetta gefist vel. Myndirnar sem eru hér eru úr veiðiferðinni.

Við verðum heim á Eskifirð milli 14-15:00 á morgun með 1.280 tonn af makríl. Smá meðafli af síld og kolmunna.