miðvikudagur, 8. desember 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Með 1000 tonn upp úr sjó

22. nóvember 2021 kl. 15:53

Tómas Þorvaldsson GK 10. MYND/Jón Steinar Sæmundsson

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 að klára mettúr. Aflaverðmætið er um 323 milljónir.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK10 kom að landi í morgun með hvorki 28.500 kassa, sem er mesta magn sem skipið hefur komið með síðan útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hóf að gera það út.

Frá þessu segir í færslu frá fyrirtækinu.

Þar segir að um rúm 700 tonn af afurðum er að ræða, eða rúm 1000 tonn upp úr sjó.

„Ansi góður árangur hjá strákunum. Veiðiferðin var í heildina 31 dagur sem hófst fyrir sunnan land þar sem fékkst vel af gulllaxi. Síðan var haldið á Vestfjarðarmið þar sem aflinn var blandaður,“ segir í færslunni.

 Skipstjóri í veiðiferðinni var Sigurður Jónsson.