fimmtudagur, 25. febrúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mesta lækkun í meira en áratug

24. nóvember 2020 kl. 16:09

MYND/SFS

Verð á sjávarafurðum hefur lækkað um 7,5 prósent í erlendri mynt frá október í fyrra til októbers í ár.

Verð á sjávarafurðum hefur lækkað um 7,5 prósent í erlendri mynt frá október í fyrra til októbers í ár. Þetta kemur fram á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem segja þetta verulegan viðsnúning frá þeirri þróun sem var fyrir Covid-19 faraldurinn.

Markaðsaðstæður hafi verið afar erfiðar frá því heimsfaraldurinn skall á og verðlækkanir heldur verið að færast í aukana eftir því sem liðið hefur á árið, „enda hefur faraldurinn farið aftur á flug og sóttvarnaraðgerðir samhliða því.“

SFS segir þróunina á afurðaverði þó ólíka eftir afurðaflokkum og tegundum. Í heild hafi botnfiskaafurðir lækkað minna í verði en aðrir tegundahópar. 

Sjá nánar umfjöllun á vef SFS.