þriðjudagur, 17. maí 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn undirbúa aðlögun

Guðsteinn Bjarnason
3. maí 2022 kl. 07:00

Löndun í norskri höfn. Aðsend mynd

Norðmenn eru farnir að velta fyrir sér hertum kröfum Evrópusambandsins til innfluttra sjávarafurða. Þar er ekki síst um að ræða kröfur um að gerð sé grein fyrir áhrifum veiða og vinnslu á umhverfið.

Henrik Stenwig, framkvæmdastjóri í Sjömat Norge, landssamtökum norskra útgerðar- og vinnslufyrirtækja, segir að neytendur séu í auknum mæli teknir að vilja vita hvað áhrif það sem þeir kaupa og neyta hefur á umhverfið. Hann ræddi kröfur Evrópusambandsins á ráðstefnu í síðustu viku, en norska blaðið Fiskeribladet greinir frá.

Mótandi áhrif

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að frá og með árinu 2024 þurfi öllum innfluttum sjávarafurðum að fylgja greinargerð um umhverfisáhrif þeirra.

Hugmyndin er að reiknuð verði út 16 umhverfisfótspor fyrir hvert kíló af fiski sem fluttur er inn til landa Evrópusambandsins. Þessir 16 þættir verði síðan teknir saman og heildarmynd af sjálfbærni vörunnar sem neytendur geta síðan valið eða hafnað.

Stenwig sem þennan umhverfisútreikning þjóna tvenns konar tilgangi. Annars vegar séu þar komin staðfest gögn um þau umhverfisáhrif sem afurðin hefur haft, hins vegar sé þetta verkfæri fyrir framleiðendur til að átta sig á því hvernig þeir geti dregið úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar.

Sverre Johansen, framkvæmdastjóri Norges Fiskarlag, segir að þessar auknu umhverfiskröfur muni koma til með að hafa mótandi áhrif á norskan sjávarútveg á næstu árum, meðal annars hvað varðar eldsneytisnotkun.

„Í dag höfum við fáa eða enga valkosti við olíu,“ sagði hann í viðtali við norska ríkisútvarpið.