miðvikudagur, 12. maí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reglugerð komin um strandveiðar sumarsins

21. apríl 2021 kl. 11:43

Strandveiðibátur við Djúpavog fyrir nokkrum árum. MYND/HAG

Veiða má 11.100 tonn og stendur veiðitímabilið yfir í samtals 48 daga. Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir.

Gefin hefur verið út reglugerð um strandveiðar sumarsins og Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir. Eins og á síðasta ári er í byrjun vertíðar veitt heimild til þess að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum bolfiski, þar af 10.000 tonn af þorski, 1.000 tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa. Samtals eru veiðar leyfðar í 48 daga á tímabilinu frá maíbyrjun fram í ágústlok, tólf daga í hverjum mánuði.

Eins og í fyrra er tekið fram að Fiskistofa geti stöðvað veiðarnar ef stefnir í það að heildarafli fari umfram leyfilegt magn. Fiskistofa vekur þó athygli á því að ólíkt því sem verið hefur þá er heildarafli ekki tiltekinn fyrir einstök veiðisvæði eða mánuði. 

Landinu er sem fyrr skipt í fjögur veiðisvæði.