sunnudagur, 7. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skip Brims færðu 128.000 tonn að landi í fyrra

18. janúar 2021 kl. 12:00

Heildarafli skipa Brims var um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019. Heildaraflaverðmæti jókst um 525 milljónir króna milli ára.

Heildarafli skipa útgerðarfélagsins Brims var 128 þúsund tonn á árinu 2020, sem er um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019.

Frá því segir á heimasíðu félagsins.

Afli uppsjávarskipa dróst saman um 7 þúsund tonn milli ára og munaði þar mestu um minni afla í kolmunna en árið áður. Engar loðnuveiðar voru leyfðar á árinu 2020 eða 2019.

Afli frystitogara var um svipaður og 2019.

Afli ísfiskskipa var tæplega 3 þúsund tonnum minni en 2019 aðallega vegna lokunar fiskiðjuversins við Norðurgarð, en það var lokað í um þrjá mánuði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði og lagfæringa á húsnæði. Með kaupunum á Kambi á síðasta ári bættist línuskipið Kristján HF 100 í flotann.

Heildaraflaverðmæti skipa félagsins var rúmlega átján milljarðar króna, og jókst um 525 milljónir króna milli ára. Hér má finna sundurliðun heildaraflans eftir skipum.