þriðjudagur, 17. maí 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjú skip í hendi og önnur 10 koma seinna

4. september 2021 kl. 13:00

Skipin verða bylting fyrir áhafnir Landsbjargar og stytta viðbragðstíma verulega. Aðsend mynd

Landsbjörg og finnska skipasmíðastöðin KewaTec hafa skrifað undir samning um smíði á þremur björgunarskipum.

Við upphaf 12. landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar var stigið stórt skref í öryggismálum sjófarenda þegar skrifað var undir samning við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur björgunarskipum að undangengnu útboði fyrr á árinu. Ríkisstjórnin hafði áður samþykkt aðkomu ríkisins að fjármögnun á allt að helmingi af kaupverða skipanna.

Samingurinn er fyrsta og mikilvægt skref á þeirri vegferð Landsbjargar að endurnýja öll 13 björgunarskipin sem rekin eru hringin í kringum landið, en þau sem fyrir eru hafa þjónað dyggilega en eru miklum takmörkunum háð miðað við kröfur dagsins til slíkra skipa.

„Samningurinn sem skrifað var undir í gær er smíðasamningur á þremur skipum sem afhent verða, tvö á næsta ári og eitt árið 2023. Þó skal það sagt að þó við séum bara að fara af stað í smíði á þremur skipum þá erum við að fara af stað í verkefni sem snýst um að endurnýja öll skipin okkar 13,“ segir Örn Smárason​, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörgu.

Bátarnir í hnotskurn:

• 16.9 metra heildarlengd.

• 14.99 skráningarlengd.

• 4.7 metrar á breidd.

• 2x Scania D13 551 kW.

• 2x Hamilton JET og ZF gírar.

• 4.6 tonna dráttargeta.

• 40 farþegar í neyð.

• Sjálfréttandi.

• Vel útbúinn siglingartækjum og búnaði til leitar.