laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppfærsla skipstjórnarréttinda hefur tekið gildi

20. október 2020 kl. 10:55

Samgöngustofa vekur athygli á reglugerðarbreytingu. Fólk með skipstjórnarréttindi upp að 12 metrum getur fengið réttindi upp að 15 metrum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en aðeins til áramóta. Eftir áramót þarf að sækja námskeið til að öðlast réttindin.

Nú hafa tekið gildi breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Með nýju lögunum var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður. 

Þá var sett ákvæði til bráðabirgða um að fram til 1. janúar 2021 geta handhafar skipstjórnarskírteinis á skipum sem eru styttri en 12 metra að skráningarlengd sótt um uppfærslu réttindanna í 15 metra uppfylli þeir sett skilyrði. 

Á upplýsingasíðu Samgöngustofu www.samgongustofa.is/SS15 má finna allar helstu upplýsingar og þær kröfur sem koma fram í nýrri heildarreglugerð nr. 944/2020 sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út á grundvelli laganna. Þar kemur fram að til þess að sækja um uppfærslu <12 metra skipstjórnarskírteinis í <15 metra þurfa handhafar að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Hefur verið lögskráður sem skipstjóri í a.m.k. 12 mánuði

Uppfyllir kröfur laga og reglugerðar um aldur, menntun og heilbrigði

Hefur lokið öryggisfræðslunámi smáskipa

Hefur lokið viðurkenndu námskeiði í skyndihjálp

Þeir sem hófu nám til réttinda eftir 1. september 2020 fá sjálfkrafa réttindi <15 metra.

Þeir sem hófu nám til réttinda eftir 1. september 2020 fá sjálfkrafa réttindi <15 metra.

Sjá nánar:

•            Upplýsingasíðu Samgöngustofu um uppfærslu skipstjórnarréttinda úr <12 metra í <15 metra 

•            Lög um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum (smáskipaviðmið og mönnunarkröfur).

•            REGLUGERÐ um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum.