þriðjudagur, 17. maí 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veitingastaðir í vanda

28. apríl 2022 kl. 07:00

Fish&chips bransinn í Bretlandi er nú að fara í gegnum sína stærstu krísu. Mynd/EPA

Það sem af er ári hefur 40% innflutts hvítfisks til Bretlands komið frá Rússlandi, þ.e.a.s. þorski, ýsu og ufsa.

Verðhækkanir á Bretlandi hafa ekki verið meiri í 50 ár sem rekja má til verðbólgu. Kaupmáttur almennings hefur lækkað og fyrirtæki, ekki síst fish&chips veitingastaðir, standa margir frammi fyrir erfiðum tímum. Þannig hljómar greining Hans Frode Kielland Asmyhr, sem er fulltrúi Norska sjávarafurðaráðsins.

Það sem af er ári hefur 40% innflutts hvítfisks til Bretlands komið frá Rússlandi, þ.e.a.s. þorski, ýsu og ufsa. Og hvítfiskur frá Rússlandi heldur áfram að berast inn til Bretlands. Ástæðan er sú að hvítfiskur er ekki á uppfærðum lista breskra stjórnvalda yfir vörur frá Rússlandi sem bannað er að flytja inn til landsins. Auk þess kemur stór hluti rússneska fisksins í gegnum Kína.

Hann telur á þessu stigi málsins ekki ástæða til að ætla að hvítfiskur frá Rússlandi verði útilokaður í Bretlandi vegna viðskiptaþvingana í garð Rússa.

Útlit er fyrir allt að 8,7% verðbólgu í Bretlandi seinna á árinu og að hún verði yfir 7% á næsta ári. Allt stefni því í  að veitingastaðir sjái sig knúna til að hækka verð á sínum veitingum. Þó mæla margir frá því að það sé gert út af samkeppni frá annarri skyndibitafæðu.