miðvikudagur, 26. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Venus með loðnu til Akraness

11. janúar 2022 kl. 15:45

Mynd/Brim

Ekki borist loðna svo snemma í tíu ár.

Venus NS 150, skip í eigu Brims, kom til Akraness klukkan sex í morgun með um 2.000 tonn af loðnu. Kemur þetta fram í frétt Faxaflóahafna en skipið hafði verið á veiðum norður af Langanesi.

Þetta er fyrsti loðnufarmurinn sem kemur til Akraness árið 2022. Lítið hefur borist af loðnu til Akraness undanfarnar vertíðar og síðast barst loðna þetta snemma til Akraness árið 2012, eða fyrir 10 árum síðan.