miðvikudagur, 27. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarríki hjá Samherja

4. desember 2020 kl. 16:03

Björgúlfur EA leggur af stað úr Akureyrarhöfn. MYND/Samherji

Skip Samherja héldu til hafnar í var en áhafnirnar komust ekki í land vegna sóttvarnarráðstafana.

Samherji segir í máli og myndum frá vetrarstemmningu fyrir norðan, þar sem skipin hafa þurft að sigla til hafnar í var. Áhafnirnar komust þó ekki í land vegna sóttvarnarráðstafana en starfsmenn í landi hafa unnið sínar vaktir bæði á vinnustað og heima. Sjá vef Samherja. Skipin héldu til hafs eitt af öðru þegar veður lægði í gærkvöld og í morgun.