mánudagur, 25. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa
Huginn og muninn
4. mars 2017 11:09

Brynjar Níelsson og heilsuræktin

Eins og Brynjar Níelsson myndi eflaust sjálfur viðurkenna þá er hann ekki heppilegt andlit líkamsræktarstöðvar.

Haraldur Guðjónsson

Þær eru misjafnar áhyggjurnar í lífinu. Stundin gerði sér fréttamat úr því í upphafi vikunnar að þeir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu tekið þátt í kynningu á því sem kallað er Boditrax tækni, sem í stuttu máli mælir samsetningu líkamans, vöðvamassa, fitumagn o.s.frv.

Skandallinn átti að felast í því að það væri líkamsræktarstöðin Hreyfing, hvar Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, er framkvæmdastjóri sem stóð fyrir mælingunni. Systurfréttastofan á Ríkisútvarpinu gerði síðan langa frétt um þetta stóra mál og kallaði til sérfræðing við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands!

Hrafnarnir sjá ekki alveg skandalinn í þessu öllu saman og þó svo að þeir hafi oft gaman að Brynjari Níelssyni, þá efast þeir stórlega um að hann verði í tímanna rás andlit Hreyfingar og öðrum fyrirmynd í líkamsrækt og hollu líferni.

Ágústa Johnsen hefði líklega getað kastað steini út um gluggann og fundið betra andlit fyrirtækisins en Brynjar, eins og hann myndi eflaust viðurkenna fúslega sjálfur.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.