miðvikudagur, 8. desember 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gefur fyrirtaks fóðurbæti

23. nóvember 2021 kl. 08:00

Kræklingarnir sem notaðir er til að draga úr ofauðgun í hafinu. Aðsend mynd

Kræklingaeldi í Danmörku.

Danski mjölframleiðandinn og nýsköpunarfyrirtækið TripleNine hefur undanfarin ár haldið úti tilraunaeldi á kræklingum í samstarfi við rannsóknastofnanir. Tilgangurinn er sá að kræklingaeldið bæti upp skaðleg áhrif frá fiskeldi og landbúnaði með því að nærast á nitri og fosfór sem berst út í hafið frá þessum greinum. Kræklingarnir dragi þar með úr ofauðgun í hafinu.

Tækifæri í mjölgerð

Auk jákvæðra umhverfisáhrifa sér TripleNine mikil tækifæri í framleiðslu á kræklingi til mjölgerðar. Kræklingarnir sem notaðir er til að draga úr ofauðgun hafsins eru smávaxnir og ekki hæfir til manneldis. Þeir eru hins vegar próteinríkir, ríkir af Omega 3 fitusýrum og amínósýrum og henta því einstaklega vel sem fóðurbætir í fiskeldi.

Mesta áskorun TripleNine í vinnslu afurðanna er skelin en fyrirtækið hefur nú þróað aðferðir til að fjarlægja skelina í vinnslunni. Tilraunir sem gerðar voru með fóður sem innihélt 10% kræklingamjöl í regnbogasilungaeldi leiddu í ljós góðan vöxt sem jókst enn frekar með enn meira innihaldi, allt upp í 50%.

TripleNine bíður nú eftir nauðsynlegum leyfum opinberra aðila til að geta hafið kræklingaeldi á stórum skala þar sem fiskeldi fer fram með þeim tvöfalda ávinningi að draga úr ofauðgun hafsins og verða sér úti um hráefni til mjölframleiðslu.