„Það var sagt að það væri verið að draga úr úthlutunum og þar af leiðandi yrði þessu ekki breytt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, sem þarf að sætta sig við helmingi minni byggðakvóta en áður.
Vlji fiskverkun á Hólmavík hóf starfsemi í fyrra á grundvelli sértæks byggðakvóta og er í dag næst fjölmennasti vinnustaðurinn í Strandabyggð. Nú óttast heimamenn um að störfin séu í hættu vegna samdráttar í byggðakvóta og fjölgunar strandveiðidaga.